
Daði Ómarsson og Gauti Páll Jónsson frá Taflfélagi Reykjavíkur eru gestir Kristjáns Arnar. Þeir félagar fara yfir mótaáætlun TR og ræða starfið hjá félaginu í vetur en það byrjar með Borgarskákmótinu í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, 20. ágúst. Árbæjarskákmótið er á dagskrá 31. ágúst og Haustmót TR hefst miðvikudaginn 3. september en stefnt er að teflt verði í tveimur lokuðum flokkum og einum opnum flokki. Einnig ræddu þeir önnur mót, eins og EM landsliða sem fram fer fram dagana 4.-15. október, EM taflfélaga sem haldið verður 18.-26. október og EM ungmenna haldið 28. október til 10. nóvember. Af þessum sökum hefst Íslandsmót skákfélaga óvenju seint í ár en fyrri hlutinn verður tefldur dagana 13.-16. nóvember. Daði, sem einnig er æskulýðsfulltrúi í stjórn Skáksambands Íslands, sagði að vinna væri á frumstigi hjá sambandinu að halda minningarmót um Friðrik Ólafsson á næsta ári. Hann talar um nýtt fangelsisverkefni hjá FIDE þar sem hann og Björn Ívar Karlsson, skólastóri Skákskóla Íslands, munu taka að sér að aðstoða hugsanlega þátttakendur hér á landi. Daði sagði stuttlega frá skákferli sínum, þjálfun barna og unglinga og mörgu öðru.