
Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari og skákmaður og Gunnar Freyr Rúnarsson, sagnfræðingur og formaður Víkingaklúbbsins eru gestir Kristjáns Arnar. Þema þáttarins snýst að einhverju leyti um New York en Þorsteinn bjó þar í 4 ár þegar hann stundaði nám við einn virtasta tónlistarháskóla heims, Juilliard School of Music. Gunnar Freyr hefur einnig mikið dálæti af borginni en hann hefur margoft heimsótt "borgina sem aldrei sefur" meðal annars teflt þar með íslenska unglingalandsliðinu í skák. Þeir félagar ræða götuskákmenningu í stórborgum, heimsókn í Hvíta húsið þegar Jimmy Carter var forseti Bandaríkjanna, hver sé sterkasti píanóleikri allra tíma í skák og aðra skemmtilega viðburði.