
Kristján Örn fær til sín Vigni Vatnar Stefánsson Íslandsmeistara í skák og stigahæsta skákmann landsins. Vignir segir frá mikilli ævintýraferð sinni til nokkurra landa í Asíu en hann og félagi hans í landsliðinu, Aleksandr Domalchuk-Jonasson, tefldu m.a. á athyglisverðu skákmóti í Kína þar sem þeir mættu grjóthörðum ungum og efnilegum Kínverjunum við í skákborðið. Vignir Vatnar tapaði ekki skák, gerði þrjú jafntefli og lagði sex andstæðinga sína. Vignir sigraði á mótinu og varð einn í efsta sæti með sjö og hálfan vinning í níu skákum. Ekki amalegt að vinna skákmóti í Kína og vel gert hjá Vigni. Vignir ræðir framtíð sína í skákinni en hann er að leita sér að góðum skákþjálfara sem getur aðstoðað hann að ná enn lengra. Hann telur sig geta náð styrkleika vel yfir 2600 elo-skákstig með rétta fólkið í kringum sig og góðan og stöðugan stuðning frá styrktaraðilum. Vignir er staðráðinn í að taka þátt í næstu heimsmeistaramótum í hraðskák og atskák sem haldin verða í lok árs í Doha, Qatar eða dagana 25.-31. desember. Heildarverðlaunafé á mótinu nemur um 150 milljónum íslenskra króna og munu flestir af sterkustu skákmönnum heims verða á meðal þátttakenda.