Gestur þáttarins er Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, sjálfstæður ráðgjafi á sviði sjálfbærni með fyrirtækið sporin.is. Rætt um sjálfbærni og umhverfismál, nákvæmnisbúskap og loftslagsmál.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Rætt er við hann um frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum og stöðu búvörusamninga.
Rætt um drög að frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingu á búvörulögum, einkum hvað varðar mjókurvinnslu. Frumvarpið er kynnt sem tilraun til að styrkja stöðu frumframleiðenda en margir innan greinarinnar óttast að breytingarnar kunni í reynd að veikja stöðu íslenskra kúabænda og gera starfssemi á mjólkurmarkaði enn erfiðari, bæði fyrir framleiðendur og vinnslu. Gestir þáttarins að þessu sinni eru þau Rafn Bergsson, formaður deildar Nautgripabænda í Bændasamtökum Íslands, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar og Jóhannes Hr. Símonarson, framkvæmdastjóri Auðhumlu
Gestir þáttarins að þessu sinni eru tveir, þau Gyða Pétursdóttir, verkefnisstjóri TerraForming Life hjá Bændasamtökum Íslands, og Sigurður Trausti Karvelsson sem er verkefnastjóri hjá First Water og fer með yfirumsjón verkefnisins Terraforming LIFE.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb sem er markaðsstofa sem vinnur að því að auka virði sauðfjárafurða með markaðssetningu þeirra erlendis og til erlendra ferðamanna.
Gestir þáttarins að þessu sinni eru tveir, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri SAFL, Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Rætt við Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, um landbúnaðarstefnu, afurðastöðvamál, skjól af EES-samningnum, tolla á innfluttar landbúnaðarvörur, búvörusamninga og aðild að ESB.
Rætt við Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hæstaréttardóm um breytingar á búvörulögum, nýja búvörusamninga, stöðuna í landbúnaðinum og ætlun ráðherra í málaflokknum.
Hér ætlum við að halda úti upplýstri og spennandi umræðu um landbúnað. Nýr þáttur aðra hverja viku, þá viku sem Bændablaðið kemur ekki út, þar sem víða verður komið við í spjalli við bændur og sérfræðinga, stjórnmálafólk, neytendur og ýmsa aðra sem hafa innsýn í íslenskan landbúnað.