Home
Categories
EXPLORE
True Crime
Comedy
Society & Culture
Business
Sports
History
Fiction
About Us
Contact Us
Copyright
© 2024 PodJoint
00:00 / 00:00
Sign in

or

Don't have an account?
Sign up
Forgot password
https://is1-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts114/v4/85/90/6c/85906c73-8bda-a1ea-2d16-ee0e74724046/mza_14320259915013148874.jpg/600x600bb.jpg
Trú og Líf
Trú og líf
84 episodes
2 days ago
Hlaðvarpið Trú og Líf snýst um að ræða áhrif trúarinnar á lífið í heild sinni og hvernig Jesús Kristur, Biblían og kirkjan hans umturnar hugsunarhætti og lifnaðarhætti á praktískan hátt. Við leitumst við að vaxa í þekkingu á Guði með því að glíma við spurningar, vaxa í því að elska Guð, og að líkjast honum í okkar daglega lífi. Ef þú ert Kristinn einstaklingur sem hefur áhuga á því að vaxa í trú þinni þá er þetta hlaðvarp fyrir þig, og líka ef þú ert efasemdarmanneskja með miklar spurningar og efasemdir en ert tilbúin(n) að taka tíma til að skilja trú okkar betur þá ertu meira en velkominn.
Show more...
Christianity
Religion & Spirituality
RSS
All content for Trú og Líf is the property of Trú og líf and is served directly from their servers with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Hlaðvarpið Trú og Líf snýst um að ræða áhrif trúarinnar á lífið í heild sinni og hvernig Jesús Kristur, Biblían og kirkjan hans umturnar hugsunarhætti og lifnaðarhætti á praktískan hátt. Við leitumst við að vaxa í þekkingu á Guði með því að glíma við spurningar, vaxa í því að elska Guð, og að líkjast honum í okkar daglega lífi. Ef þú ert Kristinn einstaklingur sem hefur áhuga á því að vaxa í trú þinni þá er þetta hlaðvarp fyrir þig, og líka ef þú ert efasemdarmanneskja með miklar spurningar og efasemdir en ert tilbúin(n) að taka tíma til að skilja trú okkar betur þá ertu meira en velkominn.
Show more...
Christianity
Religion & Spirituality
Episodes (20/84)
Trú og Líf
#82 - Sagan okkar

Einhver vildi heyra söguna okkar, sem er full af mistökum og náð Guðs, svo hér kemur sagan okkar, hvernig við ólumst upp, hvernig við komumst til trúar, hvernig það gerðist eiginlega að við byrjuðum kirkju sem svo á endanum leiddi yfir í Trú og Líf útvarpsþáttinn og hlaðvarpið :)

Show more...
7 months ago
29 minutes 9 seconds

Trú og Líf
#81 - Hógværð og útlitsdýrkun

Biblían talar um hógværð, og varar gegn útlitsdýrkun, en hvernig leitast ég eftir því að sjá vel um sjálfan mig án þess að fallast í útlitsdýrkun? Hvar er millipunkturinn?


Gunnar og Svava gera sitt besta að gefa biblíuleg og hjálpleg svör :)

Show more...
7 months ago
31 minutes 4 seconds

Trú og Líf
#80 - Hversu hávær á ég að vera um trúnna þegar ég er ný í trúnni?

Spurningin sem kom inn hljómar svona: "Hversu hávær á ég að vera um trúnna mína? Ætti ég að fókusa á að fylgja Jesú í verki fyrst eða líka dreifa boðskapnum? Hversu mikilvægt er að vera komin langt í trúnni áður en ég fer að segja öðrum frá? Mér líður eins og ég sé ekki verðug og ekki reiðubúin að gefa svör."

Geggjaðar pælingar, við reynum okkar besta að gefa Biblíuleg ráð! :)

Show more...
7 months ago
27 minutes 40 seconds

Trú og Líf
#79 - Hefur biskup þjóðkirkjunnar eitthvað með okkur að gera?

Jæja nú er þjóðkirkjan komin með nýjann biskup, hvað þýðir það fyrir hinn almenna kristna? Hefur hún eitthvað með mig eða okkur að gera?

Show more...
8 months ago
29 minutes 47 seconds

Trú og Líf
#78 - Þríeiningin

Það eru aldeilis bombur sem þið eruð að senda á okkur, núna er það Þríeining Guðs, Gunnar og Svava demba sér í að ræða þessa kenningu kristinnar trúar.

Show more...
8 months ago
26 minutes 15 seconds

Trú og Líf
#77 - Eru mismunandi kenningar um helvíti?

Jæja spurningin þessa vikuna snýst að helvíti, hverjar eru mismunandi kenningarnar um helvíti og hver af þeim er rökréttust? Eftir að hafa spjallað aðeins um þetta þá sýnist mér við þurfa mun fleiri þætti um þetta, láttu okkur vita ef þú ert sammála.

Show more...
8 months ago
27 minutes 40 seconds

Trú og Líf
#76 - Hvernig gerist ég Kristin/n og hvar byrja ég?

"Hvernig kemst ég til trúar og hvar á ég að byrja?" er spurningin sem kom inn, mjög skemmtileg spurning sem Gunni og Svava demba sér í!

Show more...
9 months ago
29 minutes 6 seconds

Trú og Líf
#75 - Hvað á ég að gera ef mér líður eins og skólinn minn sé að neyða mig til að samþykkja LGBT+?

Við fengum inn spurningu frá nemanda sem líður eins og skólinn sinn sé að reyna að neyða sig til að samþykkja og fagna LGBT+, á maður að leitast eftir að lifa í sátt við fólkið sem er ósammála mér eða standa á heimsviðhorfi biblíunnar? Gunnar og Svava demba sér í þetta umræðuefni.

Show more...
9 months ago
26 minutes 39 seconds

Trú og Líf
#74 - Hlakka Kristnir til þess að deyja? :o

Ok, titillinn er frekar stuttur en spurningin sem við fengum hljómar svona: "hvað þýðir það þegar kristnir segjast hlakka til að Drottinn komi aftur? Hlakkar þeim til að deyja?"

Gunni og Svava taka þetta umræðuefni fyrir og reyna að útskýra hvernig bókstaflega allir kristnir hugsa.

Show more...
9 months ago
29 minutes 5 seconds

Trú og Líf
#73 - Nútíma skurðgoð

Mikið er talað um skurðgoð í Biblíunni, en ég hef ekki séð marga vera að tilbiðja styttur, er þetta ekki svolítið úreltar hugsanir? Gunni og Svava koma með pælingar um skurðgoð nútíma samfélags, þetta er ekki lengur í Beta heldur 2.0

Show more...
9 months ago
30 minutes 13 seconds

Trú og Líf
#72 - Hvernig veistu hvaða kirkjudeild er rétt?

Ertu Baptisti? Lúterskur? Hvítasunnumaður? Methodisti? Presbyterian(isti?)?

Afhverju eru kirkjudeildir og hver þeirra hefur rétt fyrir sér!? Gunni og Svava reyna að útskýra þessa víðu spurningu.

Show more...
11 months ago
27 minutes 38 seconds

Trú og Líf
#71 - Kirkjan og Tónlist

Afhverju eru ekki til techno kirkjur!? Afhverju er Orgel svona stór hluti af kirkjum? Segir Biblían eitthvað um tónlist í kirkjum, um afhverju við syngjum eða hvernig við eigum að syngja? Gunni og Svava DEMBA sér út í djúpu laugina.

Show more...
12 months ago
29 minutes 36 seconds

Trú og Líf
#70 - Hvernig ber maður kennsl á falskennara?

Það er mögulega of lítið talað um þetta umræðuefni, sérstaklega í ljósi þess að Biblían leggur mikið upp úr því að vara okkur á falskennurum og falsspámönnum, en spurningin sem við fengum senda inn er þessi, hvernig vitum við hverjir eru falskennarar?

Ef þú ert með spurningu farðu endilega á www.truoglif.is og sendu inn pælingar sem þú ert með :)

Show more...
1 year ago
30 minutes 9 seconds

Trú og Líf
#69 - Hver er munurinn á Gamla Testamentinu og Nýja Testamentinu?

Hvað þýðir testamenti? Hver er munurinn á Gamla og Nýja Testamentinu? Afhverju er Biblíunni skipt upp í tvo hluta? Gunnar og Svava demba sér í þessa skemmtilegu spurningu senda inn í gegnum instagram, en þú getur sent spurningu á www.truoglif.is, eða í gegnum instagram eða facebook síðuna okkar.

Show more...
1 year ago
29 minutes 5 seconds

Trú og Líf
#68 - Eiga allir kristnir að eignast börn?

Biblían segir okkur strax í upphafi að við eigum að margfaldast, þýðir það að allir kristnir eiga að eignast börn? Góð spurning sem við fengum senda inn, Gunnar Ingi og Svava taka hana fyrir hér :)

Show more...
1 year ago
26 minutes 22 seconds

Trú og Líf
#67 - Hvert er hlutverk Satans á jörðinni og afhverju þurfum við að vera vakandi?

Hefur þú pælt í djöflum og Satan? Einhverjir heyra þetta og hlægja, aðrir heyra þetta og muna eftir upplifinum sem þau geta ekki ótskýrt með nátturulegum hætti.


Er satan labbandi um í rauðum spandex galla með stóran gaffal eða hvað? Gunnar og Svava demba sér í að athuga hvað Biblían hefur að segja um þetta og hvernig við þurfum að vera vakandi.


Ertu með spurningar? Tékkaðu á nýju heimasíðunni okkar www.truoglif.is þar sem þú getur sent inn spurningar og skoðað annað efni sem við vonum að sé blessun fyrir þig.

Show more...
1 year ago
31 minutes 11 seconds

Trú og Líf
Kennsla - Kristni 101: Vald, loforð og hagkvæmi Biblíunnar

Afhverju ættum við að lesa Biblíuna? Hversu mikilvæg er hún fyrir kristna lífið? Gunnar byrjar hægt og rólega að kenna Kristni 101, grunngildi fyrir kristna lífið.

Show more...
1 year ago
52 minutes 16 seconds

Trú og Líf
Kennsla - Líf í gegnum dauða (Páskar for dummies)

Í seinustu viku kom það í ljós þegar þáttur á RÚV tók viðtal við fólk í Kringlunni að nánast enginn vissi hvað Páskar snérust um, en núna verður það útskýrt.


Nú er komið að því að ég (Gunnar) og Svava erum að undirbúa okkur fyrir ferð til Svíþjóðar þar sem Salómon okkar þarf aðgerð, megið endilega biðja fyrir því, en það þýðir því miður að við verður ekki að gera þætti næstu 3 vikur en í dag setjum við inn Íslenska kennslu um páskana sem ber titilinn “Líf í gegnum dauða” og fer yfir páska boðskapinn sem við vonum að uppörvi ykkur með því að útskýra besta boðdkap í heimi :)

Show more...
1 year ago
54 minutes 11 seconds

Trú og Líf
#66 - Hvernig get ég tæklað ótta við menn og hræðslu við álit annara?

Margir koma til trúar og átta sig á því að það sem fær það hvað helst til að segja ekki frá Jesú eða vera meira opin með trúnna sína er ótti við menn eða álit annara, hvað er hægt að gera í því?


Svava og Gunni leitast hér eftir Biblíulegum svörum við hversdagslegum spurningum sem þessari :)

Show more...
1 year ago
31 minutes 22 seconds

Trú og Líf
#65 - Umræða um biskupa og hvað Biblían segir um þá

Nú hefur eitthvað verið umræða um biskupa þar sem Íslenska Þjóðkirkjan er að taka atkvæði um hver mun sinna því hlutverki í komandi framtíð, en lítið hefur verið rætt (af því sem við höfum tekið eftir), hverju einstaklingarnir trúa eða hvort Biblían hafi álit á því hver ætti að sinna biskupsstarfi. Gunni og Svava ræða þetta mál.

Show more...
1 year ago
28 minutes 42 seconds

Trú og Líf
Hlaðvarpið Trú og Líf snýst um að ræða áhrif trúarinnar á lífið í heild sinni og hvernig Jesús Kristur, Biblían og kirkjan hans umturnar hugsunarhætti og lifnaðarhætti á praktískan hátt. Við leitumst við að vaxa í þekkingu á Guði með því að glíma við spurningar, vaxa í því að elska Guð, og að líkjast honum í okkar daglega lífi. Ef þú ert Kristinn einstaklingur sem hefur áhuga á því að vaxa í trú þinni þá er þetta hlaðvarp fyrir þig, og líka ef þú ert efasemdarmanneskja með miklar spurningar og efasemdir en ert tilbúin(n) að taka tíma til að skilja trú okkar betur þá ertu meira en velkominn.