All content for Temjum tæknina is the property of Háskólinn á Akureyri and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Gestur þáttarins er Jónatan Sólon Magnússon, doktorsnemi við heimspeki- og vísindaaðferðafræðistofnun Kepler háskólans í Linz, Austurríki. Jónatan rannsakar gervigreind og efnahagsaðstæður í tengslum við þá þróun með sérstaka áherslu á vinnumarkaðinn. Við ræðum áhrif gervigreindar á störf, hvernig sjálfvirknivæðing getur haft í för með sér breytingar á vinnumarkaði og hugmyndina um "frelsi frá vinnu til að skapa frelsi til vinnu." Jónatan kynnir hugmyndir um grundvallarframfærslu sem leið til að takast á við breytingar á vinnumarkaði, nýtingu gervigreindar til að taka yfir óæskileg störf, og hvernig kapítalískt hagkerfi þarf að þróast til að mæta nýjum veruleika í loftslagsmálum og tæknibreytingum.