
Í fyrsta þætti Sviðsljóssins ræðir Salka Guðmundsdóttir við Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóra Tjarnarbíós, og Jónu Hlíf Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, í aðdraganda kosninga 30. nóvember.
Samtalið snýst um stöðu sviðslista á Íslandi, styrkjaumhverfið og hvernig hægt er að skapa langtímasýn fyrir sjálfstætt starfandi listafólk. Þau ræða einnig sviðslistastefnu, rýmisþörf og hlutverk listmenntunar í framtíðinni, auk þess sem þau velta fyrir sér áhrifum nýrrar tækni eins og gervigreindar.
Kosningaloforð og áskoranir sem framundan eru fyrir íslenskt listalíf fá sérstaka umfjöllun.