
Hvernig geta sviðslistir fyrir börn blómstrað? Hvaða áhrif hefur list fyrir unga áhorfendur, og hvernig tryggjum við aðgengi barna að leikhúsi? Í þessum þætti Sviðsljóssins ræðir Salka Guðmundsdóttir við sviðslistakonurnar Aude Busson og Þórunni Örnu Kristjánsdóttur um mikilvægi barnamenningar, lýðræðislega þátttöku barna í listsköpun og þær áskoranir sem sviðslistir fyrir börn standa frammi fyrir í dag. Þær velta fyrir sér hvernig fjölbreytni í barnaleikhúsi getur aukist, hvernig stór leikhús og sjálfstæð senan geta stuðlað að betra aðgengi, og af hverju það skiptir máli að hlusta á raddir barna í sviðslistum.