
Í öðrum þætti Sviðsljóssins fáum við til okkar gagnrýnendurna Sigríði Jónsdóttur og Þorgeir Tryggvason til að ræða um hlutverk og áhrif leikhúsgagnrýni. Hver er tilgangur menningarumfjöllunar? Hvernig hefur fjölmiðlaumhverfið breyst og hverjar eru afleiðingarnar fyrir sviðslistir?
Við förum í saumana á mikilvægi gagnrýni fyrir listsköpun, áskoranir smæðar íslensks sviðslistageira og áhrif stjörnugjafar á dómgreind áhorfenda. Einnig veltum við upp spurningunni: Hvernig tryggjum við að leikhúsgagnrýni lifi af og þróist í takt við tímann?