
Í þessum þætti fengum við til okkar lífsgúrúinn Apríl Hörpu sem er m.a. eigandi Cocobutts, taubleyjuverslun og fræðslusetur. Við ræðum um allt á milli himins og jarðar en þá allra helst áhrifin sem einnota bleyjan hefur á umhverfið, heilsuna og fjárhaginn, en talið er að einnota bleyjan sé ein stærsta mengungarógnin sem við stöndum frammi fyrir í dag. Við viljum þakka elsku Apríl æðislega fyrir komuna og hlökkum til að fylgjast með öllum hennar töfrum í framtíðinni.
Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús