
Fast fashion eða hröð tíska/skynditíska eru orð sem margir hafa heyrt en vita þó kannski ekki fyllilega um hvað það snýst eða hvað það sé. Skynditíska er málefni sem hefur marga anga og því ákváðum við að skipta því niður á nokkra þætti og búa til einskonar “fast fashion seríu”. Í þessum fyrsta þætti í seríunni förum við yfir grunnatriði sem mikilvægt er að vita um skynditísku og hlökkum við mikið til að kafa dýpra í þetta málefni með ykkur.
Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.