
Í þessum þætti fengum við til okkar hana Talíu Fönn til að ræða við okkur um mataræði og sjálfbærni. Talía hefur lokið BS gráðu í næringarfræði við Háskóla Íslands og hefur óbilandi áhuga á næringu og hvernig hún viðkemur bæði heilsu og daglegu lífi okkar. Við ræðum þær næringarráðleggingar sem taldar eru sjálfbærar til framtíðar fyrir bæði manneskjuna og jörðina, matarsóun og framleiðsluhætti og matarvenjur Íslendinga. Þátturinn er vægast sagt áhugaverður og jafnvel “sjokkerandi” á köflum. Við mælum heilshugar með!
Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.