
Í þessum þætti fengum við hana Hallgerði Freyju, verðandi tómstundafræðing og systur Halldóru, í spjall um samfélagsmiðla og áhrif þeirra á andlega líðan. Þátturinn er eins konar framhald af síðasta þætti en við ræðum meðal annars þau áhrif sem “like” geta haft á sjálfsmynd og sjálfsöryggi, FOMO (Fear of missing out) á samfélagsmiðlum og margt fleira. Við áttum stórskemmtilegt spjall við Hallgerði og vonum að þið hafið einnig gaman af.
Þátturinn er í boði Alba heildsala og Plantan kaffihús.