
Í þessum þætti höldum við áfram að fjalla um fóbíur eða ofsahræðslur. Í þetta sinn einblínum við á hjátrú sem tengist tölum. Flestir kannast við hjátrú kringum töluna þrettán, en það er bara toppurinn á ísjakanum. Um allan heim og á öllum menningarsvæðum hafa ákveðnar tölur neikvæða skírskotun af ýmsum ástæðum. En hverjar eru þessar tölur og hvað skýrir þetta allt saman?