
Sérvitringar hafa lengi verið vinsælt umræðumefni meðal Íslendinga og varla er til bæjarfélag þar sem ekki eru til sögur af furðufuglum fortíðar. Bretar hafa sömu hefð en fáir hafa ritað nafn sitt á spjöld sögunnar með jafn einkennilegum hætti og breska stríðhetjan óða sem gekk undir nafninu "Mad Jack Churchill". Hann barðist vægast með óhefðbundnum hætti en náði undraverðum árangur þó að yfirmenn hersins hefðu tíðar áhyggjur af geðheilsu hans og aðferðum.