
Í dag er hart eftirlit með lyfjanotkun íþróttamanna,ekki síst á Ólympíuleikum. Svo var þó ekki í árdaga nútímaólympíuleikanna sem voru endurvaktir á ný árið 1896 eftir alda langt hlé. Átta árum seinna voru leikarnir haldnir í Bandaríkjunum en þá voru læknisvísindin líka skammt á veg komin og útkoman ekki beint til fyrirmyndar.