
Konan sem við fjöllum um í dag fæddist í Texas á ofanverðri 19. öld og hlaut nafn sem átti eftir að vera henni til trafala lengi. Hún lét slíkt mótlæti ekki á sig fá og fór sínar eigin leiðir á tíma þegar konum voru fáir vegir færir.
Þetta er fyrsti þáttur af tveimur um þessa merkilegu konu sem sorglega fáir utan Texas muna eftir í dag. Hún var mikill frumkvöðull, mörgum áratugum á undan sínum samtíma, og varði langri ævi í að láta gott af sér leiða og hjálpa hópi fólks sem hingað til hafði verið hunsaður af samfélaginu.
Í fyrsta þætti fjöllum við um óvenjulega byrjun lífs hennar, en í seinna hlutanum fjöllum við um byltingarkennt starf hennar sem hefur orðið ótal fólks til góða allt fram til dagsins í dag. Engar áhyggjur, seinni hlutinn er tilbúinn og dettur inn um leið og hljóðvinnslu er lokið, svo fylgja fljótlega myndir og fleira á Facebook síðu okkar!