
Flestir eru með einhverjar fóbíur en þær eru misalgengar og misfurðulegar. Í þessum þætti segjum við meðal annars frá ofsahræðslu sem hrjáði tæknifrömuðinn Steve Jobs og skýrir bæði hvernig snjallsímar virka í dag og hvers vegna hann var alltaf í rúllukragapeysu. Svo ræðum við söguna að baki trúðahræðslu, ótta við sjóinn og margt fleira. Blöðrur koma líka við sögu!