
Fidel Castro, fyrrverandi leiðtogi Kúbu, er bæði frægur og alræmdur fyrir að gegna lykil hlutverki í kalda stríðinu. Það sem færri vita er að hann átti sér mörg áhugamál sem passa ekki beint við þá ímynd sem hann hafði útávið. Fyrir utan að vera mjög fær í bæði körfubolta og hafnabolta, sem hann spilaði gjarnan í fullum herklæðum, var hann með kýr og mjólkurvörur á heilanum. Við förum yfir hvernig hann beitti kröftum sínum sem einræðisherra í þetta óvenjulega áhugamál.