
Þessa vikuna fengum við góðan vin og veiðifélaga Guðjón Þórsson í heimsókn. Guðjón hefur verið að veiða með okkur núna í nokkur ár og má segja að hann sé maðurinn á bakvið tjöldin, flestir sem hafa fylgst með okkur á samfélagsmiðlum hafa nú sennilega séð hann í bakgrunninum og urðum við hreinlega að fá hann í spjall og ræða hin helstu mál hvað varðar veiði á gæs og svo mögulegar friðunaraðgerðir á grágæs sem okkur heyrist allt stefna í eftir samtal okkar við Áka Ármann.
Styrktaraðilli þáttarins er Veiðihúsið Sakka og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðinginn.