
Við systur fengum Ernu Héðinsdóttur í spjall til okkar. Ernu er margt til lista lagt, hún er 4 barna móðir með 5 háskólagráður og með réttindi til að kenna ólympískar lyftingar og crossfit. Hún greindist með vefjagigt árið 2008 og hefur seinustu ár verið að glíma við ofsaþreytu og verki. Hún endaði með kulnun fyrir nokkrum árum og hefur verið seinustu ár í endurhæfingarferli og hugað að heilsunni. Í því ferli kynntist hún sjósundi sem hefur gefið henni annað líf og minnkað verki til muna. Í dag fer hún reglulega í sjósund og er farin að kenna námskeið í sjósundi. Við tölum um sjósundið, endurhæfingarferlið og lífið.