
Sandra Mjöll er ung kona sem hefur afrekað markt á stuttri ævi. Sandra er doktor í lífeindafræði og í doktorsnámi sínu stundaði hún rannsóknir með góðu fólki á sviði stofnfrumulækninga sem stuðlaði að því að þróa tækni og aðferðir til að gera vísindamönnum kleift að rannsaka og rækta stofnfrumur án þess að nota dýrafurðir. Í kjölfarið á doktorsverkefninu sínu stofnaði hún fyrirtækið Platome Líftækni ásamt Dr. Ólafi Eysteini Sigurjónssyni. Fyrirtækið vann til fjölda verðlauna í nýsköpunarkeppnun og var valið sportafyrirtæki ársins 2017 af Viðskiptablaðinu.
Sandra hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín og rannsóknir. Heimssamtök kvenna í nýsköpun (GWIIN) völdu hana sem frumkvöðul ársins 2017 og sama ár var hún einnig valin sem ungur og efnilegur vísindamaður ársins af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Sandra var einnig tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur 2016. Þá hlaut hún hvatningarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu árið 2018. Sandra hefur einnig fengið viðurkenningar fyrir störf sín á sviði lífeindatækni og nýsköpunar. Þá er Sandra einnig með svarta beltið í Taekwondo og var meðlimur í landsliðinu um árabil. Í dag vinnur Sandra hjá Florealis sem er lyfjafyrirtæki sem nýtir sér vísindi til að fanga kraft náttúrunnar.
Við spjölluðum saman um lífið og tilveruna, taekwondo og nýsköpunarstarfið.