Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
All content for Samstöðin is the property of Samstöðin and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.
Þriðjudagur 28. okt. 2025
Spilling, snjórinn, hagfræði, loftsteinn og bernskan
Jódís Skúladóttir, fyrrum þingkona, segir mál ríkislögreglustjóra vekja margar spurningar og kalla á rannsókn. Hún ræðir í samtali við Björn Þorláks einnig löskuð heilbrigðiskerfi sem fólki er boðið upp á, segir að mennsku og þjónustu hafi hrakað og ber saman íslenskan veruleika við Norðurlöndin. María Lilja skellti sér í kraftgallann og óð út í skaflana til að taka púlsinn á borgarbúum sem voru misvelundirbúnir fyrir snjóinn. Er lofsteinn á leið til jarðar? Sævar Helgi Bragason eða stjörnu Sævar kemur til Maríu Lilju og svarar hvort við þurfum að óttast að verða loftsteini að bráð á næstu árum. Mikið hefur farið fyrir fregnum og upplýsingum af Atlas 3i og ekki alltaf víst hvaða upplýsingum ber að trúa. Við endurflytjum samtal Björns Þorláks við Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur hagfræðing frá Harward sem útilokar ekki að íslensk efnahagsstjórn kunni að hafa verið sú versta í heimi. Skúli Thoroddsen lögfræðingur segir Gunnari Smára frá bernsku- og æskuminningum sínum sem hann hefur sett á bók: Dorgað í djúpi hugans.
Samstöðin
Samstöðin er fréttamiðill og vettvangur fyrir róttæka samfélagsumræðu og raddir þeirra sem ekki fá rúm í umfjöllun meginstraumsmiðla. Þættir Samstöðvarinnar eru allt í senn fréttir, fundir, sjónvarps-, útvarps- og hlaðvarpsþættir og innlegg í gagnvirka umræðu á samfélagsmiðlum.
Samstöðin er opin fyrir allt fólk sem vill styðja við baráttuna fyrir réttlæti, jöfnuði og samkennd.