All content for Samfélagið is the property of RÚV and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Netfang: samfelagid@ruv.is
Breyttur lífsstíll, umhverfislöghyggja og ráðleggingar garðyrkjufræðinga
Samfélagið
58 minutes 14 seconds
2 weeks ago
Breyttur lífsstíll, umhverfislöghyggja og ráðleggingar garðyrkjufræðinga
Breyttur lífsstíll er yndislegur hópur af fólki með þroskahömlun sem æfir undir leiðsögn Nönnu Guðbergsdóttur í World Class, Ögurhvarfi. Þau mæta tvisvar í viku til Nönnu og sum þeirra hafa gert það í fimmtán ár. Samfélagið fékk að kíkja með á æfingu hjá þessum dásamlega hóp. Og umhverfislöghyggja verður til umfjöllunar í vikulegum pistli Páls Líndals umhverfissálfræðings. Hún felur í sér að við séum fyrst og fremst mótuð af því umhverfi sem við búum og hrærumst í og að umhverfið hafi bein og óbreytanleg áhrif á þroska mannsins og heilsu. Hvernig höldum við garðinum fallegum í vetur? Við höldum í grasagarðinn þar sem Pálína Stefanía Sigurðardóttir og Svanhildur Björk Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingar segja okkur allt um sígrænar plöntur og garðyrkju yfir kaldari mánuði ársins. Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir. Tónlist þáttarins: BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þó Líði Ár Og Öld. ÁRNÝ MARGRÉT - Akureyri AMABADAMA - Gróðurhúsið
Samfélagið
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál. Netfang: samfelagid@ruv.is