
Hér eru engin brögð í tafli, þó eitthvað er að finna af fautum í þessari bófabók. Eftir afdrifaríkan eltingaleik í gegnum víddirnar hafa Reglubræður loksins Rýtingabókina umtöluðu í höndum sínum og taka hana í gegnum þriðju gráðuna.
Modus operandi Reglunnar er miðlað til hlustenda þökk sé Quest Portal sem hefur fingraför sín á þessum þætti.
---
Grunnreglur Blades in the Dark er m.a. hægt að finna hjá Quest Portal og þessari vefsíðu hérna. Án þess að vera einhver skvíler, þá er orðið á götunni að Nexus hefur verið með eintök af bókinni í haldbæru, en þú heyrðir það ekki hjá mér.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
Spunaspilavinir #18 - Þorsteinn og Ólafur ásamt góðvinum Reglunnar, þeim Tinnu og Stulla, stýra spunaspilum fyrir nýja og reynda spilara í Spilavinum þriðjudaginn 9. janúar.
DM Gives Inspiration á Spotify
Köldudyr - Seta 1: Mávunum kastað á Spotify og Apple Podcasts
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK