
Bjalla glymur. Teppabúðin í Lágmúlanum hefur tekið úr lás samanber opnunartíma frá 11-18 (Lokað um helgar). Þú ert teppi. Fölbrúnt teppi. Einhver gengur inn. En hver? Það er ómögulegt að ráða úr.
Af því þú ert teppi. En hann stendur fyrir framan þig í dágóða stund...
Klósettið? Það er reyndar bara fyrir starfsfólk.
Allt brennur þó niður að lokum. Hver einasti þráður verður að sviðinni jörðu og hann sturtaði ekki einu sinni niður. --- Teppavirki er nýtt spunaspil eftir Stefán Ingvar Vigfússon sem kom út í seinustu viku. Reglan finnur sig tilknúna að beintengja sig við grasrót íslenskrar spunaspilamenningar með því að leggja dóm sinn á þetta allra nýjasta regluverk og veltum auðvitað fyrir okkur hvernig kostunaraðili Reglunnar, Quest Portal, nýtist vel fyrir Teppavirki. --- Blússandi meðmæli: Stefán og Aron Martin eru með sannspilunarhlaðvarpið Fífl og furðusögur sem Reglan mælir eindregið með að fólk leggi við hlustir. --- Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK.