
Í þættinum fjalla Dr. Tómas og Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna um áhættuþætti og hættumerki tengd sjálfsvígum. Fara þau yfir þætti í sögu einstaklinga, í umhverfi þeirra, í hegðun, hugsun og/eða tilfinningum sem geta verið áhættuþættir eða hættumerki.
Við þurfum ekki að takast á við vanlíðan ein, ef þú eða einhver nákominn þér er í sjálfsvígshættu, ekki hika við að hafa samband við Píeta símann, 552-2218. Hann er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Upphafs og lokastef: Running Wild - Vök. Notað með góðfúslegu leyfi þeirra.