Í þættinum fjalla Dr. Tómas og Gunnhildur Ólafsdóttir, sálfræðingur og fagstjóri Píeta samtakanna um áhættuþætti og hættumerki tengd sjálfsvígum. Fara þau yfir þætti í sögu einstaklinga, í umhverfi þeirra, í hegðun, hugsun og/eða tilfinningum sem geta verið áhættuþættir eða hættumerki.
Við þurfum ekki að takast á við vanlíðan ein, ef þú eða einhver nákominn þér er í sjálfsvígshættu, ekki hika við að hafa samband við Píeta símann, 552-2218. Hann er opinn allan sólarhringinn, allan ársins hring.
Upphafs og lokastef: Running Wild - Vök. Notað með góðfúslegu leyfi þeirra.
Í þættinum fjalla Tómas og Sigurður um sjálfsvígsvandann á heimsvísu, skoða þróun yfir tíma, kynja og aldursmun. Þá bera þeir saman stöðuna á Íslandi við stöðuna erlendis og reyna að svara tveimur spurningum. Fer sjálfsvígum á Íslandi fjölgandi? Hvernig stendur Ísland í samanburði við önnur lönd?
Umsjónarmaður: dr. Tómas Kristjánsson
Gestur: Sigurður Viðar
Upphafs og lokastef: Running wild - Vök
Þriðji þáttur Píeta kastsins. Umsjónarmaður: dr. Tómas Kristjánsson, gestur: Kristín Ólafsdóttir. Í þættinum fara Tómas og Kristín yfir kostnað sjálfsvíga fyrir ríkið og samfélagið. Einni fara þau í fjármögnun sjálfsvígsforvarna. Við minnum hlustendur á Píeta símann sem er opinn allan sólarhringinn 552-2218. Minnum einnig á hjálparsíma Rauða krossins 1717 og neyðarnúmerið 112. Upphafs og lokastef: Running wild - Vök.
Í þessum þætti talar dr. Tómas Kristjánsson við Kristján Hafþórsson (Krissa Haff). Krissi missti föður sinn í sjálfsvígi þegar hann var 15 ára gamall. Tómas og Krissi spjalla um ýmislegt en með áherslu á hvernig þessi reynsla hefur mótað Krissa og lífsýn hans.