
Fjallað um FjalliðKjartan og Flóki fengu til sín góðan gest í þátt dagsins. Að þessu sinni var Oddur Örn Ólafsson, einnig þekktur sem Oddur Klöts, með þeim félögum. Þátturinn er í boði Vitabar en þess má geta að staðurinn býður upp á bestu en jafnframt heiðarlegustu og einnig ódýrustu hamborgara bæjarins. Myndin sem er til umræðu heitir er ný íslensk mynd sem heitir Fjallið. Þremenningarnir gerðu sér glaðan dag og skelltu sér í gráðostaborgara og öl á Vitabar áður en þeir sáu myndina í Bíó paradís. Þeir fara um víðan völl í þættinum en einna helst er að nefna ársgamalt þrætuepli milli þáttarstjórnanda og gestsins. Kjartan og Oddur gera nefnilega upp harmsöguna um hamborgaraátskeppnina sem einmitt átti sér (ekki) stað á Vitabar. Að því loknu taka við faglegar umræður um kvikmyndir eins og alltaf. Ekki láta þetta fram hjá þér fara kæri hlustandi.