
Í þessum þætti spjalla Bjargey og Sara Odds markþjálfi og lögfræðingur um ljósið sem við konur megum láta skína, að halda í gleðina og leika okkur meira. Það má hafa gaman þó lífið sé búið að færa okkur erfið verkefni og áskoranir. Endum við allar í örmögnun og kulnun eða er hægt að lifa lífinu með því að forgangsraða okkar heilsu og vellíðan í fyrsta sæti?