
Bjargey og Birna taka fagnandi á móti nýju ári breytinga! Tvær ofvirkar ofurkonur ætla báðar að breyta til á nýju ári og prófa eitthvað alveg nýtt.
Birna skoðar suðrænar slóðir og lætur sig dreyma um að flytja í sólina. Bjargey er búin að skrá sig í nýtt nám þar sem hún fær áfram að lifa drauminn um vera berfætt á ströndinni og fá borgað fyrir það!
Vinkonurnar spjalla saman um góð ráð við skammdeginu sem dregur úr þeim alla lífsorku, fara yfir markmið og drauma ársins og hvernig þær ÆTLA að láta þá verða að veruleika!