
Ástrós Rut segir í einlægu spjalli frá því hvernig hún hefur unnið með sorgina eftir að hafa misst eiginmann sinn Bjarka Má aðeins þrítugan að aldri eftir erfiða baráttu við krabbamein.
Ástrós Rut tók ákvörðun um að halda áfram með lífið eftir missinn og er búsett á Selfossi með manninum sínum og fjórum börnum ásamt hundinum Ronju. Ástrós tekur einn dag í einu eftir að hafa greinst með vefjagigt og áfallastreitu og vinnur markvisst að því að verða betri útgáfa af sjálfri sér.