
Káputeikningar geta verið viðkvæmt umræðuefni, en við gerum okkur kápuna úr því klæðinu. Við snertum á málefnum líkt og því að vera sinn eigin kynningarfulltrúi. Skoðum launamál teiknara, virði, vinnuumhverfi, ánægjuna af því að teikna persónuleg lítil verkefni og nýútkomna ljóðabók unna í samstarfi við Melkorku Ólafsdóttur.
Við ræðum hvernig það hefur verið að sitja í nefnd um erótískar bókmenntir og útskriftarverkefnið Erótísk í eldhúsinu og tölum um þroskann og mismunandi sýn á hvað þarf að sýna mikið til að lífið fái að njóta sín.
Bókin Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Hlíf Unu Bárudóttur