
Hversdagsleikinn getur oft verið yfirþyrmandi fyrir okkur með MS. Skipulag út í eitt, fundir fyrir og jafnvel eftir hádegi, afmæli í dag, ferming á morgun, ábyrgðarhlutverk gagnvert fjölskyldu, vinasambönd sem þarf að rækta og á sama tíma að reyna að öðlast innri ró. Að ná utan um allt þetta og vinna með er m.a. það sem felst í starfi taugasálfræðinga.
Ella Björt taugasálfræðingur hjá taugasviði Reykjalundar fræðir okkur um hvernig taugasálfræðin snertir okkur með MS og hvað við getum gert til að spara orku fyrir önnur krefjandi verkefni.
Takk fyrir að hlusta og deila!
Endilega sendið mér ábendingar eða tillögur að efnistökum eða viðmælendum: Þorsteinn Á. Sürmeli (Steini) – thorsteinn@msfelag.is
Sérstakar þakkir:
– Smári Guðmundsson hjá Smástirni fyrir hljóðvinnslu
– Fríða Dís Guðmundsdóttir fyrir seiðandi stef (The Spell af plötunni Lipstick on)
– Samfélagssjóður Landsbankans fyrir styrk (2025)
– Elko fyrir upptökubúnað (2024)