All content for Menningarvaktin is the property of menningarvaktin and is served directly from their servers
with no modification, redirects, or rehosting. The podcast is not affiliated with or endorsed by Podjoint in any way.
Í fyrsta þætti Menningarvaktarinnar fær Símon Birgisson þá Val Grettisson blaðamann og Jónas Sen tónlistargagnrýnanda Vísis í heimsókn. Stóru leikhúsin hafa sýnt spilin og rætt verður um fyrstu sýningar vetrarins - hvað hefur floppað og hvað hefur slegið í gegn? Menningarvaktin skellti sér svo á íslensku stórmyndina Eldarnir til að svara stóru spurningunni - er loksins komin alvöru íslensk stórslysamynd?
Menningarvaktin er nýtt hlaðvarp á Vísi þar sem Símon Birgisson fær til sín góða gesti og fer yfir stóru málin í menningarlífi landsins. Menningarvaktin er ómissandi fyrir þá sem vilja heyra um bestu leiksýningarnar, heitustu kvikmyndirnar og tónleikarýni - beint frá einvala hópi gagnrýnenda Vísis. Fylgstu með Menningarvaktinni frá byrjun - hér á Vísi og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Við erum á vaktinni fyrir þig.