
Ingibergur Sigurðsson er bakari og Íslandsmeistari í glímu, hann er níundi viðmælandi Matmanna og hefur frá ýmsu að segja. Beggi eins og hann er oftast kallaður, rekur og á Reykjavík Bakarí sem er heildsölu og framleiðslu bakarívinnsla. Þar er bakað fyrir veisluþjónustu fyrirtæki og bakarí. Beggi hefur starfað á Grand Hótel Reykjavík í tæplega 9 ára og sá um allan bakstur í því bakarí, einnig sá hann meðal annars um rekstur tveggja annara bakarí hér í Reykjavík. Svo er hann líka fyrverandi Íslands meistari í glímu 14 ár í röð og hefur einnig sjö sinnum unnið Grettisbeltið eftirsótta, sem glímukóngur Íslands í þeirri íþrótt.