Kjartan Vídó er viðmælandi númer 28 hjá Matmönnum. Kjartan er einn af stofnendum The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum, sem er handverksbrugghús og ölstofa. Fyrirtækið var stofnað af Kjartani og vini hans, Jóhanni Guðmundssyni, árið 2012. Bræður þeirra, Hlynur Vídó og Davíð Guðmundsson, komu upphaflega inn í teymið og þar af leiðandi var nafnið The Brothers Brewery valið. Kjartan er yfir sölu- og markaðsmálum hjá brugghúsinu, en Jóhann er framkvæmdastjóri og Hlynur bruggari. Hannes Kristinn Eiriksson er einnig einn af eigendunum og er gæðastjóri fyrirtækisins. The Brothers Brewery hefur vaxið mikið frá því að vera lítið heima brugghús í bílskúr. Það opnaði sína eigin ölstofu árið 2017 og hefur síðan þá flutt í stærra húsnæði til að sinna aukinni eftirspurn. Kjartan hefur sterkar skoðanir, það kemur skemmtilega fram í þessu spjalli við hann.