
Gestur 23. þáttar Matmanna er Yesmine Olsson en hún er matreiðslubókahöfundur, dansari, danshöfundur, einkaþjálfari og veitingamaður. Yesmine, sem er fædd á Srí Lanka en ólst upp í Svíþjóð, hefur búið á Íslandi í rúm 20 ár. Hún hefur haft mikinn áhuga á mat og matreiðslu frá unga aldri og hefur gefið út fjórar matreiðslubækur sem sumar hverjar hafa fengið alþjóðleg verðlaun. Yesmine hefur einnig haldið fjölda matreiðslunámskeiða, sett upp Bollywood-sýningar með söng og dansi, og verið gestakokkur hjá ýmsum fyrirtækjum. Hún hefur einnig verið með eigin matreiðsluþætti á RÚV. Hún er eigandi og hugmyndasmiður veitingastaðarins Funky Bhangra, sem opnaði í Pósthús Mathöll í Reykjavík haustið 2023 og svo Funky Bhangra Express í Gnoðarvogi 44 vorið 2025. Maturinn á staðnum er blanda af indverskum kryddum og skandinavískum hefðum.