
Jón Örn Stefánsson sem er þekktur matreiðslumeistari og eigandi Kjötkompaní mætir hér til leiks í 21. þátt Matmanna. Jón er fæddur á Ísafirði 28. apríl 1965 og flutti snemma til Hafnarfjarðar. Hann stofnaði Kjötkompaní í september 2009 og rekur nú þrjár verslanir (í Dalshrauni í Hafnarfirði, á Grandagarði og á Bíldshöfða) og einnig (kjötvinnslu og stóreldhús). Kjötkompaní er sælkeraverslun sem sérhæfir sig í kjöti og hefur fyrirtækið lagt áherslu á að bjóða upp á vel valið og fullmeirnað gæðakjöt. Nautakjöt til dæmis er ekki selt fyrr en það hefur hangið í að minnsta kosti 25 daga. Auk kjötsins býður Kjötkompaní upp á forrétti, meðlæti og eftirrétti, sem gerir viðskiptavinum kleift að fá allt sem þarf fyrir veislur með litlum fyrirvara. Jón Örn hefur oft komið fram í fjölmiðlum til að gefa góð ráð um matreiðslu, sérstaklega þegar kemur að kjöti og grillmat. Hann leggur mikla áherslu á gæði hráefnis og vönduð vinnubrögð, hann hefur meðal annars gefið út matreiðslubækur, t.d. bókina Hátíðarveisla og kemur með skemmtilegar uppskriftir og ráðleggingar um matreiðslu í fjölmiðlum.