
Valdís Ósk Margrétardóttir er tuttugasti viðmælandi Matmanna. Valdís er þriggja barna móðir og afskaplega skemmtileg, hún er faglærður framreiðslumaður og hefur starfað sem slíkur í mörg ár. Hún hefur unnið sem þjónn á Fosshótel Reykjavík og Gamla Bíó sem dæmi, en í dag er hún eigandi og framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Viðburðarþjónar, en þar eru 70 manns á skrá og er fyrirtækið í sífelldum vexti. Viðburðarþjónar taka að sér ýmsa smærri og stærri viðburði, s.s. fermingar, útskriftir, brúðkaup, Þorrablót, árshátíðir og villibráða- og jólahlaðborð. Ef þig vantar þjóna í veisluna þína þá mælum við með að hafa samband við þau í gegnum www.vidburdathjonar.is, þarna eru fagmenn að verki. Við mælum með að hlusta á spjall okkar við Valdísi þar sem við fræðumst um störf þjóna og heyrum áhugaverðar sögur af þeim.