
Kristinn Bjarnason er nítjándi viðmælandi okkar Matmanna, en hann er tveggja barna faðir og einn af eigendum North West Restaurant & Guesthouse í Víðigerði, þar sem hann og fjölskyldan hafa verið iðin við að byggja upp starfsemina undanfarinn 14 ár. Víðigerði er staðsett við Þjóðveg 1 í Víðidal í Húnaþingi vestra og hefur uppgangur staðarins kostað bókstaflega blóð,svita og tár. Þau vildu frá upphafi leggja áherslu á að bjóða góðan gæða mat og ekki að fara í einhvers konar samkeppni við vegasjoppur, en hjá þeim er hægt að fá t.d. steik, fisk og borgara. Kristinn tók grunn deildina í matreiðslu en kláraði hana ekki, hann fór svo að læra hárgreiðslu og vill hafa starfsfólkið hárprútt í kringum sig. Kristinn býr í Mosfellsbæ og hefur verið dálítið strembið að halda úti þessu ferðalagi á milli landshluta með rekstur fyrir norðan og búsetu fyrir sunnan. Orðsporið sem að Víðigerði hefur í dag er alveg með ólíkindum, þar sem æ fleiri velja að stoppa þar við á leið sinni og fá sér góðan mat. Nú, svo ekki sé minnst á sveita fólkið í nágrenninu, sem er alsælt með þennan valmöguleika í mat og drykk.