
Villi meistara kokkur er sextándi viðmælandi Matmanna að þessu sinni, en skírnarnafn hans er Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson frá Reykjavík. Ferillinn hans byrjaði sem sextán ára piltur á Einar Ben í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann hóf samning sinn í matreiðslu til tveggja ára og kláraði svo seinni tvö árin á Hilton Hótel. Villi útskrifaðist með sveinsbréfið árið 2012 og fór svo að starfa á stöðum á borð við Grillmarkaðinn, Sjávargrillið og Grand Hótel Reykjavík. Hann fékk svo meistarabréfið sitt árið 2024, og hefur starfað sem yfirkokkur hjá Finnson Bristro í Kringlunni og einnig hjá Hótel Natúra (gamla hótel loftleiðir). Í þessum skemmtilega spjall þætti er farið aðeins yfir eldhús málin og hvaða mat menn myndu vilja sem sýna síðustu death row máltíð í lífinu, áhugaverðar pælingar hér á ferð.