
Sigmar Vilhjálmsson, oftast kallaður Simmi Vill er fimmtándi viðmælandi Matmanna. Hann er mikill frumkvöðull, hefur skemmtilega sköpunargáfu og nóg af skoðunum á flestum málum. Simmi hefur verið iðinn við frumkvöðlastörf árum saman, eða allt frá því hann lauk skólagöngu sinni við Menntaskólann á Egilsstöðum. Í dag fæst hann við fyrirtækin Eldum gott, Mamma Mía, Kjötborðið, Brauðfélagið og Mínigarðinn, en það sem kom honum á kortið í veitingabransanum voru fyrirtækin sem hann hefur stofnað eins og Íslenska Hamborgarafabrikkan, Keiluhöllin, Shake & Pizza og fleiri slík. Simmi hefur einnig starfað hjá 365 miðlum, Landsbankanum, Hlöllabátum, Stórveldinu, Lava, Miklagarði og Bankanum svo eitthvað sé nefnt. Farið er um víðan völl í þessum þætti Matmanna, sem endaði í aðeins lengra lagi en vanalega hjá okkur. Í honum bendir Simmi okkur m.a. á að prófa lakkrís vængina í Mínigarðinum, sem gætu verið að fara af matseðlinum bráðlega. Honum fannst líka hlaðvarpskakan góð!