
Ólöf Ólafsdóttir konditor er fjórtándi viðmælandi Matmanna. Ólöf lærði á sínum tíma hjá Hafliða Ragnarssyni í Mosfellsbakarí og eftir það fór hún að læra konditorinn hjá ZBC Zeland Business College í Danmörku. Ólöf var hluti af kokkalandsliðinu 2024 sem vann til glæsilegra verðlauna á Ólympíuleikunum (gull í Chef's Table, gull í Restaurant of Nations og þriðja sætið All Over). Þessi kraftakona var þó hvergi nærri hætt, heldur hristi svo fram úr erminni eitt stykki eftirréttabók sem ber nafnið Ómótstæðilegir Eftirréttir. Bókin er hin glæsilegasta og eitthvað sem allir nautnaseggir og matgæðingar ættu að eiga. Ólöf hefur verið í fremsta flokki í veitingabransanum í eftirréttagerð á stöðum eins og t.d. Apótekinu og Monkey‘s þar sem hún sá um þróun eftirrétta og á stórt hrós skilið fyrir frábæran afrakstur. Við mælum með að þið hlustið á þennan skemmtilega og áhugaverða þátt.