
Áslaug Ragnarsdóttir Thorarensen er þrettándi viðmælandi okkar Matmanna. Hún lærði heimspeki í Oslóarháskóla, og er einnig uppeldis-og menntunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Til að fjölga skírteinunum aðeins meira, fór hún líka í Make up og Beauty skólann í Reykjavík þaðan sem hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur. Áslaug er eigandi og framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Djúpið sem staðsett og starfrækt er að Fiskislóð 28 úti á Granda. Þar er unnið með gamla íslenska handbragðinu sem Áslaug telur mikilvægt að varðveita og er allur fiskur handflakaður á staðnum. Handtökin lærði hún af gömlum sjómönnum á sínum tíma og hefur síðan þá haldið ótrauð áfram. Mjög áhugaverður viðmælandi sem kallar ekki allt ömmu sína!