
Í tólfta þætti Matmanna fengum við Adam Karl Helgason í skemmtilegt spjall. Adam sem er mikill matgæðingur, er best þekktur fyrir TikTok klippurnar sínar um mat og veitingastaði. Hann vinnur að frumkvöðlastarfi í fyrirtæki sem hann er meðeigandi að og ræðir meðal annars við okkur um það og það hvernig honum tókst að verða sá áhrifavaldur sem hann er orðinn í dag. Honum Adam er margt til lista lagt og fannst okkur mjög fróðlegt að heyra um sveppaframleiðsluna og bætiefnaútrásina sem er eitt af þeim verkefnum sem hann hefur verið að undirbúa seinustu 4 árin og er nú orðið að veruleika. Bætiefnið sem um ræðir er hágæðavara sem m.a. læknar taugafrumur í líkamanum, bætir einbeitingu og vinnur á kvíða en fyrirtækið heitir North Tropics.