
Gabríel Kristinn Bjarnason er nýkrýndur kokkur ársins 2025 og er ellefti viðmælandi MatManna. Gabríel hefur verið iðinn við kokkakeppnir hérlendis og erlendis frá unga aldri, hann er einnig í kokkalandsliðinu og hefur gríðarlegan metnað til að komast í gullið í næstu heimsmeistara keppni. Í dag starfar hann hjá fyrirtækinu Fastus sem sölumaður, en Gabríel lærði á Geira Smart Restaurant. Að undanförnu hefur hann haldið úti TikTok síðu um matseld í anda Jamie Oliver, en mottóið hjá okkar manni er að ef maður er ekki í fyrsta sæti þá er maður í því seinasta.