
Sigurður Haraldsson er marg verðlaunaður kjötiðnaðarmeistari og einn af lífseigustu mönnum bransans, hann er tíundi viðmælandi Matmanna og hefur frá mörgu að segja. Siggi, eins og hann er gjarnan kallaður,rekur og á kjötvinsluna Kjötpól og einnig kjötbúðina Pylsumeistarann við Laugarlæk í Reykjavík, þar sem áhersla er lögð á gæðavörur og handverk í fremstu röð. Siggi hefur unnið til tuga verðlauna fyrir vörurnar sem hann hefur til sölu í búðinni sinni (Pylsumeistarinn), þeir sem hafa komið við í búðinni hans vita að veggirnir þar eru fullir af viðurkenningum, medalíum og bikurum. Hann hefur starfað í kjötbransanum lengur en flestir og hefur séð ýmislegt breytast í gegnum tíðina. Í þættinum rekur hann sögu sína í smáatriðum, segir frá skemmtilegum atvikum og kúnstinni að reka kjötbúð í dag. Siggi er sannkallaður meistari í sínu fagi og lifandi sagnagripur íslensks kjötiðnaðar.