
Sara Mansour er aðgerðarsinni sem berst gegn allskyns óréttlæti, en sérstaklega hvað varðar réttindi hælisleitenda og málefni fólks af erlendum uppruna á Íslandi. Sara er íslensk og egypsk, og stundar nám í London í fólksflutningsfræðum. Við áttum gott spjall um viðhorf fólks til fólksflutninga, hælisleitenda og þessi ‘útlendingamál’ sem hafa verið svo hávær í umræðunni á Íslandi og víða annarsstaðar að undanförnu.
Með hverjum þætti fylgir pistill á chanelbjork.substack.com, þar sem hægt er að finna myndir, meðmæli og lesefni sem tengist því sem rætt er um í þættinum.
Þættirnir eru í boði Íslandsbanka og Reykjavíkurborg, njótið!
–
Þetta verður síðasti þátturinn í bili… ég þakka fyrir hlustunina og góðar viðtökur, þangað til næst!