
Gestur fyrsta þáttarins er Kanema Erna, sviðslistahöfundur og móðir ásamt fleiru. Við Kanema þekkjumst ágætlega en fyrstu kynni okkur voru í fyrstu seríu Íslensku Mannflórunnar þegar við áttum hjartnæmt spjall um hár… eða afró hár eins og við erum báðar með. Í þessu spjalli hins vegar, ræddum við Kanema um íslensku og sambísku rætur hennar, og hvaða hlutverk uppruni og reynsla hennar sem svarta konu eða konu af blönduðum uppruna spilar í móðurhlutverkinu hennar.
Með hverjum þætti mun fylgja pistill á chanelbjork.substack.com þar sem hægt verður að finna myndir, meðmæli og lesefni sem tengist því sem er rætt um í þættinum.
Þættirnir eru í boði Íslandsbanka og Reykjavíkurborg, njótið!